Lokahófið í Gullhömrum 15. apríl
Íslandsmót ÍF í boccia, borðtennis og lyftingum fer fram helgina 13.-15. apríl næstkomandi en lokahóf mótsins fer fram í Gullhömrum í Grafarvogi sunnudagskvöldið 15. apríl. Húsið verður opnað kl. 18.30. Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann sér um dansleikinn á lokahófinu og því vissara að mæta með dansskóna í Gullhamra!
Tímaseðill í boccia, lyftingum og borðtennis:
Boccia:
Staðsetning: Laugardalshöll
Dagsetning: 14. og 15. apríl
Fararstjórafundur: 09:00 þann 14. apríl í Laugardalshöll
Mótssetning: 09:30 í Laugardalshöll 14. apríl
Keppni hefst: 10:00 í Laugardalshöll 14. apríl
Keppni hefst: 11:00 í Laugardalshöll 15. apríl
Mótaskrá
Kraftlyftingar:
Staðsetning: ÍFR-Húsið Hátúni 14, Reykjavík.
Dagsetning: 14. apríl
Tímasetning: 10:00 Vigtun - Keppni: 12:00
Borðtennis:
Staðsetning: ÍFR-Húsið Hátúni 14, Reykjavík.
Dagsetning: 14. apríl 2018
Upphitun: 09:00
Keppni: 10:00
Lokahóf ÍF:
Staðsetning: Gullhamrar (Grafarvogur, Reykjavík)
Dagsetning: 15. apríl
Hús opnar: 18:30 – matur 19:00
Verð kr. 7500,-
Miðar afgreiddir í veitingasölu í Laugardalshöll frá 09:00-10:30, tengiliður er Matthildur Kristjánsdóttir gsm: 865 7765.
Íslandsleikar SO í áhaldafimleikum
Staðsetning: Ármannsheimilið
Dagsetning: 15. apríl
Tímasetning: Keppni hefst 13.20 og lýkur um kl. 15.50.
Matseðill:
Forréttur
Asparssúpa rjómalöguð með nýbökuðu brauði
Aðalréttur
Grilluð nautalund með rótargrænmeti, kartöflubátum og madeirasósu
Eftirréttur
Vanilluís Gelato með oreokurli og karmelusósu
Það er Lionsklúbburinn Víðarr sem gefur öll verðlaun á Íslandsmóti ÍF en samstarf klúbbsins og ÍF hefur varað rúma tvo áratugi og eru stjórn og starfsfólk ÍF gríðarlega ánægð með þetta farsæla samstarf.
*Við minnum á að enn er þörf á liðsinni við dómgæslu í boccia á Íslandsmótinu svo áhugasamir sem vilja liðsinna við dómgæsluna geta haft samband á if@ifsport.is