Skíðanámskeið Íþróttasambands fatlaðra fyrir 18 ára og yngri


Skíðanámskeið Íþróttasambands fatlaðra verður haldið í Bláfjöllum 28-29. januar 2023. Umsjón og skipulag er hjá vetraríþróttanefnd ÍF í samstarfi við Einar Bjarnason rekstrarstjóra í Bláfjöllum.
Námskeiðið er fyrir 18 ára og yngri, þá sem vegna fötlunar þurfa séraðstoð eða sérbúnað, byrjendur sem lengra komna.
Kostnaður er kr. 5.000 fyrir klukkustund, innifalið búnaður eftir þörfum og ráðgjöf og kennsla.
Tímasetning kennslu;
Laugardagur 28. janúar 2022
Kl. 12:45-13:45 Kl. 14:00-15:00
Sunnudagur 29. Janúar 2022
Kl. 10:00-11:00 Kl. 11:15-12:15
Takmarka þarf þátttakendafjölda m.t.t. búnaðar og fjölda aðstoðarfólks og áhugasamir því hvattir til að skrá sig sem fyrst.
Greiðsla fyrir námskeiðið gildir sem staðfesting.
Greiðsluupplýsingar;
kt 620579 0259 Bankanúmer 313 26 4394
Skýring; Bláfjöll og nafn þátttakanda
Jafnframt þarf að staðfesta eftirtalin atriði í tölvupósti;
Netfang og síma þátttakenda/tengiliðs
Hvaða tíma er óskað eftir?
Nafn og fötlun / sérþarfir
Hvort einstaklingur notar hjálpartæki
Vinsamlega sendið í netfang;
liljasolrun@gmail.com cc Elsa@saltvik.is.
Þegar skráningar liggja fyrir verða nánari upplýsingar sendar á netföng þátttakenda.