Nýárssundmót ÍF í Laugardalslaug 7. janúar 2023.


Nýárssundmót ÍF fer fram í sundlauginni, Laugardal þann 7. janúar 2023 og hefst kl. 15.00. Heiðursgestur mótsins verður Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra sem mun afhenda verðlaun og sérstaka viðurkenningu til allra keppenda í lok mótsins. Skólahljómsveit Kópavogs sér um tónlistarflutning, bæði áður en mót hefst og við mótssetningu. Þetta sundmót er fyrir börn og unglinga og hefur ávallt verið mjög hátíðlegt og skemmtilegt mót.   Allir eru velkomnir að mæta og fylgjast með en þarna taka margir sín fyrstu skref í keppni.