Íþróttafræðinemar HÍ kynna sér TEAM ÖSSUR


Þessa dagana fer fram í HÍ námskeið um íþróttir margbreytileikans, fyrir 3 árs íþróttafræðinema. Íþróttasamband fatlaðra hefur átt mjög gott samstarf við HÍ í gegnum árin í tengslum við þetta námskeið sem að stórum hluta er tengt starfi ÍF. Í morgun heimsóttu nemar fyrirtækið ÖSSUR og fengu kynningu á sögu fyrirtækisins, fjölbreyttum vörum sem fyrirtækið hannar og framleiðir og ekki síst Team Össur. Árangur íþróttafólks sem nýtir vörur frá fyrirtækinu hefur verið eftirtektarverður á Paralympics eða ólympíumótum fatlaðra en þar hafa keppendur frá Team Össur raðað inn verðlaunum.  Fyrir verðandi íþróttakennara og þjálfara er kynning sem þessi liður í því að opna augu fyrir þeim tækifærum sem bjóðast þeim börnum og unglingum sem fá sérhönnuð stoðtæki. Slíkur búnaður gerir þeim kleift að taka þátt í íþróttastarfi og jafnvel ná árangri á heimsmælikvarða.   Á myndinni eru nemendur ásamt Eydísi Sigurðardóttur, vörustjóra í markaðsdeildinni sem kynnti starfið.

TAKK FYRIR OKKUR