Í dag hófust skráningar á Íslandsmót ÍF í einliðaleik í boccia sem fram fer dagana 15. og 16. október næstkomandi í Reykjanesbæ. Skráningargögn og frekari upplýsingar voru send til aðildarfélaga ÍF. Ef einhverja vanhagar um skráningargögnin er hægt að hafa samband á if@ifsport.is
Drög að dagskrá Bocciamótsins einstakllingskeppni 2022 með fyrirvara um fjölda skráninga.
Laugardagur 15. október
9:00 Fararstjórafundur
9:30 Mótsetning
10:00 5. Deild
12:10 4. Deild
14:20 3. Deild
16:30 2. Deild
19:00 Lýkur keppni dagsins
Sunnudagur 16. október
9:00 1. deild
11:15 Úrslit í öllum deildum
15:30 Verðlaunaafhending
BC1, BC2, BC4 ogBC5; og Rennuflokkur (BC3) spila samhliða öðrum derildum og ræðst það af fjölda skráninga.
Lokahóf mótsins fer fram í Hljómahöllinni og verður húsið opnað kl. 19:15.
Hófið hefst í Rokksafninu og síðan er gengið inn í Hljómahöll kl. 20.00.
Trúbadorinn Gunnlaugur Ómar Guðmundsson leikur svo fyrir dansi til kl. 24.00.
Matseðill: Matur frá zoho.
Aðalréttur: Hægelduð lambasteik Bernaise ( sósan sett á hvert borð)
Meðlæti: fylltar kartöflur og blandað grænmeti.
Eftirréttur: Oreo M&M ís í glösum með karamellu sósu.
Verð á lokahófið er kr.7500.
Þáttökugjaldið er kr.1000
Skráningar vegna Íslandsmótsins í borðtennis sem einnig verður í Reykjanesbæ laugardaginn 15. október verða sendar út eftir helgi.