Uppfærðar boccia-reglur aðgengilegar


Aðildarfélög ÍF eru beðin um að kynna sér nýjustu uppfærsluna á Alþjóðlegu bocciareglunum sem leikið er eftir á Íslandi. Þær má nálgast hér: https://ifsport.is/page/boccia


Hér að neðan fylgir einnig orðsending frá boccianefnd ÍF sem send var til félaga fyrir mótið á Ísafirði 2019: 

Á mótinu á Ísafirði komum við til með að spila eftir nýjustu BISfed alþjóða Bocciareglunum 2018-v.3. Stærsti munurinn á þeim og fyrri reglum gagnvart keppendum snýr að vítaboltum. Í stað þess að fá úthlutað tveimur vítaboltum og kasta þeim í lok lotunnar miðað við þá stöðu sem er, þá eru allir boltar teknir út af vellinum og keppandi fær aðeins einn bolta og má velja hvaða bolta hann notar í vítakastið. Vítakastið gengur út á það að koma þessum eina bolta í ferning sem er 25 * 25 cm utan um krossinn. Ef hann er innan ferningsins án þess að snerta línu þá gefur hann eitt stig. Keppandinn hefur eina mínútu til að leika hverjum vítabolta.

Önnur breyting er að það er eingöngu 1 mínúta á milli lota.

Að öðru leiti hafa reglurnar verið stokkaðar upp þannig að kaflaröðin er önnur. Ýtarlegri skýringar eru á hvernig meta á aðstæður. Ef þið hafið einhverjar spurningar þá er ykkur velkomið að vera í sambandi við mig eða Guðbjörgu Huldu. Eins getum við svarað spurningum á föstudagskvöldinu fyrir mótið.