Íslenski hópurinn lagður af stað til Madeira


Evrópumeistaramót IPC í sundi fer fram í Funchal í Madeira, Portúgal, dagana 16.-22. maí næstkomandi. Ísland sendir tvo fulltrúa til keppninnar en það eru þeir Már Gunnarsson, ÍRB, og Róbert Ísak Jónsson, Fjörður/SH.


Mótið er stærsta verkefnið þetta árið fyrir Paralympics í Tokyo en þar á Ísland eitt sæti fyrir karlkyns sundmann. Ólympíuráð ÍF og stjórn sambandsins munu kynna keppendur Íslands í frjálsum og sundi í Tokyo í júnímánuði.

Bæði Már og Róbert munu keppa í fimm greinum í Madeira. Már í flokki S11 (blindir) og Róbert í flokki S14 (þroskahamlaðir). Báðir gerðu virkilega gott mót á Íslandsmóti ÍF og SSÍ á dögunum þar sem Már bætti m.a. 30 ára gamalt heimsmet í 200m baksundi.

Heimasíða EM í Madeira hjá IPC

Mynd/ Róbert Ísak Jónsson er annar tveggja fulltrúa Íslands á EM í Madeira.