Íslandsmót ÍF í borðtennis í Hátúni á laugardag


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fer fram í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni laugardaginn 8. maí næstkomandi. Keppni hefst kl. 10.00 en keppnisdagskrá mótsins má nálgast hér.


Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF stýrir mótinu en það er afar ánægjulegt að bíða mótsins þar sem mótið 2020 féll niður vegna heimsfaraldurs COVID-19.

Mynd/ Borðtennismaðurinn Hákon Atli Bjarkason hefur farið mikinn á Íslandsmótum ÍF síðustu árin.