Sambandsþingi ÍF frestað fram á haust


Á stjórnarfundi Íþróttasambands fatlaðra þann 27. apríl sl. var tekin sú ákvörðun að fresta 20. Sambandsþingi ÍF fram til hausts eða þar til heppileg tímasetning finnst. Ástæður frestunar þessarar er óvissa með fjöldatakmarkanir sem nú eru í gildi og í gildi verða fram á sumar jafnvel þótt heilbrigðisráðherra gefi vonir um hraða afléttingu takmarakana.


Frekari upplýsingar um stað og stund þingsins verða sendar aðildarfélögum innan tíðar og eigi síðar en í lok maí . Nánari upplýsingar um þingið sendar aðildarfélögunum eigi síðar en mánuði fyrir boðaðan þingtíma.