Sambandsþingi ÍF frestað um 6-8 vikur


Stjórn Íþróttasambands fatlaðra hefur tekið þá ákvörðun að fresta Sambandsþingi um 6-8 vikur. Þingið átti að fara fram þann 17. apríl næstkomandi en vegna gildandi sóttvarna á Íslandi taldi stjórn ráðlegast að fresta þinginu.


Vilji er til þess að halda formlegt þing með þingfulltrúum og því er beðið eftir frekari tilslökunum á sóttvarnarreglum. Nánari upplýsingar um tímasetningu þings verða sendar til aðildarfélaga ÍF á næstunni.