Ekki verður af bocciamóti á vormánuðum


Eftir samráð við aðildarfélög ÍF er ljóst að ekki verður af Íslandsmóti í boccia á vormánuðum. Sá möguleiki var kannaður að halda mót skipt eftir deildum sem myndu fara fram í mismunandi landslhlutum en ákveðið var að snúa frá þeirri hugmynd.


Eins og sakir standa stendur þá til að einstaklings- og sveitakeppnin fari inn í sömu framkvæmd á haustmánuðum og að keppnisstaðurinn verði þá á Selfossi.


Við hvetjum iðkendur til þess að sýna þolinmæði líkt og þeir hafa gert til þessa og vonumst til þess að geta sett keppni á laggirnar í boccia í anda fyrri móta strax í haust.


Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra