Hrós dagsins fá Urriðaholtsskóli og leikskólinn Jötunheimar Selfossi fyrir áherslu á markvissa hreyfiþjálfun


Urriðaholtsskóli hefur sýnt mikinn á huga á innleiðingu YAP verkefnisins sem byggir á markvissri hreyfiþjálfun barna með frávik en hentar fyrir öll börn..Í Urriðaholtsskóla hefur YAP verkefnið verið aðlagað hreyfiþjálfun sem fyrir var en mikill áhugi er hjá stjórnendum að nýta verkfærakistu YAP verkefnisins. Í haust mun Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi. vera  umsjónaraðili innleiðingar YAP hjá Urriðaholtsskóla og þróa verkefnið enn frekar. . 

Leikskólinn Jötunheimar, Selfossi hefur ráðið Sigurlín Jónu Baldursdóttur til að sjá um hreyfiþjálfun í leikskólanum. Hún býr yfir gríðarlegri reynslu sem íþróttakennari við Klettaskóla og fimleikaþjálfari ungmenna með frávik. 

Kynning og innleiðing YAP á Íslandi mun halda áfram í haust og leikskólar sem sýna áhuga á samstarfi fá ráðgjöf og aðstoð til að þróa verkefnið áfram. Rannsóknir hafa sýnt að markviss hreyfiþjálfun, ekki síst snemmtæk íhlutun á því sviði hefur haft mikil áhrif, ekki aðeins á líkamlega færni heldur aðra þætti sem tengjast námi, félagsfærni og daglegu lífi.

Vonandi rennur upp sá tími að öll börn fái markvissa hreyfiþjálfun í leikskólum, sama hvar á landi þau búa eða hvaða leikskóla þau velja.

ÍF og Special Olympics á Íslandi fagna áherslu leikskólanna tveggja á markvissa árangursmiðaða hreyfiþjálfun og það verður áhugavert að fylgjast með þeirra starfi