Flokka- og bikarmóti ÍF í sundi slegið á frest


Flokka- og bikarmóti Íþróttasambands fatlaðra í sundi sem fara átti fram í maímánuði hefur verið frestað sökum COVID19 faraldursins.


Flokkamótið bætist því í hóp fjölda verkefna á vegum ÍF sem hefur verið slegið á frest en sambandið vinnur nú hörðum höndum að því að kanna möguleika fyrir nýjar dagsetningar á framkvæmdum mótanna. Um leið og þær upplýsingar liggja fyrir verða þær sendar fljótt og örugglega til aðildarfélaga ÍF.


Við minnum einnig á að skrifstofur ÍF eru lokaðar þessi misserin en hægt er að hafa samband við if@ifsport.is