Daglegar áskoranir á samfélagmiðlum ÍF


Flestir halda sig nú heimavið þessi dægrin sökum COVID19 veirunnar og íþróttafólk hefur því þurft að aðlaga æfingar sínar til þess að halda sér í toppformi. Eva Hrund Gunnarsdóttir stjórnarmaður hjá ÍF hefur hrundið af stað áskorunum á samfélagsmiðlum ÍF á Facebook og Instagram þar sem iðkendur úr röðum fatlaðra eru hvattir til að taka daglegar áskoranir.


Afraksturinn hefur verið einkar glæsilegur undanfarið og hvetjum við alla til að deila sínum heimaæfingum, það eina sem þarf að gera á Instagram er að merkja @npciceland með í færsluna og henni er deilt á Instagram hjá ÍF og líka Facebook.
 

Öll él styttir upp um síðir, þangað til snúum við bökum saman, verum dugleg við að fara eftir tilmælum opinberra aðila, þvo hendur og hreyfa okkur.
 

ÍF á Facebook - https://www.facebook.com/IthrottasambandFatladra/
ÍF á Instagram - https://www.instagram.com/npciceland/