Stórmótum aflýst: EM fært til júlímánaðar


Vegna útbreiðslu COVID19 veirunnar hefur flestum stórmótum fatlaðra verið aflýst. Nýverið var Grand Prix móti í Dubai í frjálsum aflýst sem og opna breska meistaramótinu í sundi en þessi tvö mót áttu að vera stór liður í undirbúningi fatlaðra íslenskra afreksmanna í baráttu sinni fyrir þátttökurétti á Paralympics 2020 í Tokyó. Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi sem fara átti fram í maímánuði í Portúgal hefur verið fært til júlímánaðar.


Þá hefur Norðurlandamóti fatlaðra í boccia einnig verið aflýst en mótið verður haldið á næsta ári, 2021. Hvað varðar frekara mótahald fyrir Paralympics 2020 er alls óvíst að svo stöddu en Íþróttasamband fatlaðra mun flytja fréttir af stöðu mála sem og innlendu mótahaldi um leið og hægt er.


Þangað til bendum við á tölvupóst sambandsins if@ifsport.is ef einhverjar spurningar kunna að vakan.


Stjórn og starfsfólk ÍF