Skrifstofa ÍF opin 10.30-14.30 dagana 16.-20. mars


Í ljósi þess ástands sem nú er skollið á í baráttunni við COVID19 veiruna þarf Íþróttasamband fatlaðra að breyta opnunartíma skrifstofu. ÍF hvetur alla til þess að reyna að hafa samskipti við skrifstofuna í gegnum tölvupóst eða símleiðis en þó verður skrifstofan opin í þessari viku sem hér segir:


Opnunartími skrifstofu ÍF 16.-20. mars: 10:30-14:30


Þeir sem eiga erindi við ÍF er bent á að hafa samband símleiðis í 514-4080 eða senda fyrirspurnir sínar á if@ifsport.is – hér má einnig nálgast upplýsingar um stjórn og starfsfólk ÍF og netfangalista þeirra, sjá hlekk: https://www.ifsport.is/page/stjorn
 

ÍF hvetur aðildarfélög sín til að fylgjast vel með fréttaflutningi á heimasíðu Landlæknis og á miðlum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, www.isi.is og fara í einu og öllu eftir tilmælum sem þaðan berast. Stjórn og starfsfólk ÍF mun einnig leggja mikla áherslu á að koma öllum upplýsingum eins fljótt og auðið er til aðildarfélaga sinna.
 

Embætti landlæknis: https://www.landlaeknir.is/
Heimasíða ÍSÍ: http://isi.is/
 

Eins og áður hefur komið fram hefur ÍF þurft að fresta Íslandsmótinu í boccia, borðtennis og lyftingum sem og sameiginlegu Íslandsmóti ÍF og SSÍ í 50m laug í sundi. Þá frestaðist skíðanámskeið ÍF í Bláfjöllum og Íslandsleikar SO í áhaldafimleikum. Stjórn og starfsfólk ÍF fylgist grannt með gangi mála en að svo stöddu hafa nýjar dagsetningar fyrir verkefnin ekki verið settar fram. Upplýsingar þar að lútandi munu berast aðildarfélögum eins fljótt og hægt er.


Með kveðju,
Stjórn og starfsfólk ÍF