Paralympic dagurinn 2019


Ágæti lesandi.

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) er aðili að heimssamtökum fatlaðra íþróttamanna International Paralympic Committee (IPC). IPC skipuleggur og heldur utan um alþjóðlegt mótahald fyrir afreksfólk úr röðum fatlaðra íþróttamanna. Um er að ræða heimsálfumót (EM fyrir okkur), heimsmeistaramót (HM) og ólympíumót fatlaðra (Paralympics).


Paralympic dagurinn er árlegur viðburður ÍF og er nú haldinn í 5 skipti í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 19. október 2019.  Um er að ræða viðburð þar sem ÍF og aðildarfélög þess kynna starfsemi sína, einstakar íþróttagreinar sem stundaðar eru á Íslandi og nokkrir af samstarfsaðilum ÍF verða á staðnum.


Við hvetjum alla sem áhuga hafa á íþróttum fatlaðra að koma og kynna sér starfsemina, upplifa íþróttir og einstakar íþróttagreinar. Hægt verður að prófa sumar íþróttagreinar á staðnum, aðrar verða kynntar með framsögu og samtali við gesti.


Við hvetjum sérstaklega foreldra fatlaðra barna til að koma og kynna sér málaflokkinn og þær íþróttagreinar eru í boði fyrir einstaklinga með fatlanir.


Með íþróttakveðju,

Þórður Árni Hjaltested, formaður ÍF. 

Paralympic-dagurinn á Facebook