Þorsteinn með silfur á Íslandsmótinu


Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson varð annar á Íslandsmótinu í bogfimi innanhúss (18m) um helgina. Þorsteinn varð að láta sér lynda silfrið eftir úrslitaviðureign gegn Rúnari Þór Gunnarssyni þar sem lokastaðan var 138-136 Rúnari í vil í keppni á trissuboga.


Þorsteinn keppti einnig í liðakeppni þar sem hann ásamt Guðjóni Einarssyni og Carsten Tarnow máttu fella sig við silfrið eftir keppni við sterka sveit frá Færeyjum.   


Þorsteinn situr ekki auðum höndum þessi dægrin en í apríllok heldur hann til Ítalíu til keppni í Evrópubikarröð fatlaðra þar sem skotið er af 50m. Að því loknu eða síðla maímánaðar heldur Þorsteinn til keppni í Hollandi þar sem heimsmeistaramótið fer fram.


Lokastaðan í einstaklingskeppninni um helgina