Íslandsmótið hafið!


Íslandsmót ÍF er hafið en um helgina verður keppt í boccia, borðtennis og kraftlyftingum. Þá veðrur einnig keppt í áhaldafimleikum á Íslandsleikum SO í Ármannsheimilinu en nánari dagskrá má sjá hér.


Jóhann Arnarson varaformaður ÍF setti Íslandsmótið í Laugardalshöll en þar fer keppni í boccia fram en keppni í kraftlyftingum og borðtennis fer fram í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni í Reykjavík.


Mynd/ JBÓ - Frá setningu Íslandsmóta ÍF í Laugardalshöll í morgun.