Fréttir
Jón Margeir er íþróttamaður ársins hjá Sport.is
Tvítugi sundkappinn, Jón Margeir Sverrisson, er íþróttamaður ársins árið 2012 í vali Sport.is. Jón fékk fullt hús stiga í atkvæðagreiðslunni þó svo að nokkrir aðrir, eins og Alfreð Finnbogason, Aron Pálmarsson, Annie Mist Þórisdóttir og Gylfi Sigurðsson hefðu komið til...
Jólastemmningin allsráðandi í Skautahöllinni
Jólasýning skautadeildar Aspar og Special Olympics á Íslandi fór fram í Skautahöllinni Laugardal, laugardaginn 15. desember. Börn og unglingar frá skautadeild Aspar sýndu atriði þar sem fram komu jólasveinar, Grýla og Leppalúði og fleiri góðir gestir. Keppendur sem undirbúa sig fyrir...
Nýárssundmót fatlaðra barna laugardaginn 5. janúar 2013
Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fer fram fyrstu helgi í janúar ár hvert. Mótið fer fram í 25 m laug. Þátttökurétt á mótinu eru þeir sem eru 17 ára á árinu eða yngri.Mótið fer fram í Laugardalslaug í Reykjavík laugardaginn...
Glæsileg sýning í skautahöllinni í Laugardal - 15. desember kl. 18.15
Íþróttasamband fatlaðra sendir þrjá keppendur á alþjóðavetrarleika Special Olympics 2013 en leikarnir verða haldnir 29. janúar til 5. febrúar í PyeongChang og Gagneung í Suður Kóreu. Leikar Special Olympics eru fyrir fólk með þroskahömlun og þar geta allir verið með,...
Frjálsíþróttakynning fyrir 8-12 ára börn
Fimmtudaginn 6. desember næstkomandi mun Frjálsíþróttanefnd ÍF standa að frjálsíþróttakynningu í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Kynningin hefst kl. 16:00 og er fyrir börn sem eru aflimuð og eða með CP. Landsliðsþjálfari ÍF, Kári Jónsson og Ásta Katrín Helgadóttir aðstoðarlandsliðsþjálfari munu stýra...
Jón Margeir og Matthildur Ylfa Íþróttafólk ársins 2012
Matthildur fyrst frjálsíþróttakvenna Jón Margeir Sverrisson er íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra 2012 og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir er íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra. Jón Margeir og Matthildur eiga glæsilegt íþróttaár að baki en Jón vann til gullverðlauna á Ólympíumóti...
Besta mótið til þessa?
Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra hefur nú sent frá sér nýtt ,,tilþrifa-myndband" frá Ólympíumóti fatlaðra sem fram fór í London síðastliðið sumar. Myndbandið heitir ,,London 2012 - Best Games Ever." Þarna gefur að líta mörg mögnuð tilþrif og spurt er hvort Ólympíumótið...
Myndband frá Íslandsleikum SO í knattspyrnu
ÍF og KSÍ vinna saman að Íslandsleikum Special Olympics en nú hafa félagar okkar á KSÍ tekið saman myndband frá Íslandsleikunum sem fram fóru í Egilshöll á dögunum. Eyjólfur Sverrisson mætti á svæðið og sá m.a. um upphitun fyrir hópinn...
Fatlað sundfólk fór mikinn í Hafnarfirði
Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót ÍF í sundi í 25m laug. Mótið var haldið í Hafnarfirði, nánar tiltekið í Ásvallalaug. Sundfólkið fór mikinn á mótinu en alls voru 30 ný Íslandsmet sem litu dagsins ljós! Mikið var um persónulegar...
ÍM 25: Greinaröð mótsins um helgina
Íslandsmót ÍF í 25m laug fer fram í Ásvallalaug um helgina. Hér að neðan fer greinaröð mótsins:Dagur 1.1. grein 50 m frjáls aðferð kk 2. grein 50 m frjáls aðferð kvk3. grein 100 m flugsund kk 4. grein 100 m...
ÍF og Össur hf. taka stefnuna á Ríó: Nýr samstarfs- og styrktarsamningur
Íþróttasamband fatlaðra og Össur hf. hafa gert með sér nýjan samstarfs- og styrktarsamning sem gildir til og með Ólympíumóti fatlaðra 2016. Össur hf. er einn af helstu samstarfs- og styrktaraðilum sambandsins og nú, sem fyrr, horfa báðir aðilar björtum augum...
Aðalfundur GSFÍ 22. nóvember
Fimmtudaginn 22. nóvember verður Aðalfundur Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi (GSFÍ) haldinn kl. 20:00 í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg í Reykjavík.Dagskrá fundarins:1. Skýrsla formanns2. Reikningar samtakanna 20113. Kosning stjórnar4. Önnur málGSFÍ á Facebook
Íslandsmót ÍF í 25m laug í Hafnarfirði
Dagana 24. og 25. nóvember næstkomandi fer Íslandsmót ÍF í sundi í 25m laug fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Skráningargögn í mótið verða send aðildarfélögum ÍF von bráðar.Laugardagur 24. nóvemberUpphitun: 14:00Keppni: 15:00-18:00Sunnudagur 25. nóvemberUpphitun: 09:00Keppni: 10:00-13:00
Skemmtilegur ratleikur á útivistardegi ÍF og Össurar
Á dögunum fór fram Útivistardagur ÍF og Össuarar í Laugardal en dagurinn er liður í Æskubúðum ÍF og Össurar. Nokkrir kátir krakkar komu í Laugardalinn og reyndu fyrir sér skemmtilegum ratleik sem m.a. teygði anga sína inn í Fjölskyldu- og...
Mögnuð tónlistarveisla SO föstudaginn 2. nóvember
Föstudaginn 2. nóvember næstkomandi verður boðið í sannkallaða tónlistarveislu. Magni Ásgeirsson, Böddi úr Dalton, Margrét Eir, Stefán Hilmarsson, Buff og fleiri koma fram undir styrkri stjórn Gunnars Helgasonar.Þetta er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara en herlegheitin...
Formannafundur ÍF föstudaginn 26. október
Föstudaginn 26. október næstkomandi er formannafundur Íþróttasambands fatlaðra. Fundurinn hefst kl. 18:00 á föstudag og verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 3. hæð í E-sal.Dagskrá fundarins• Setning– Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF• Skýrsla stjórnar• Skýrslur frá aðildarfélögum ÍF• Fjármál– Rekstur ÍF– ...
Met í uppsiglingu: Söfnun til styrktar fötluðu íþróttafólki
Íþróttasamband fatlaðra og tékkneski hlauparinn René Kujan hafa tekið höndum saman í söfnun til handa fötluðu íþróttafólki. René er tékkneskur blaðamaður sem hleypur löng og krefjandi hlaup þar sem hann safnar í góðgerðar starf. Helmingur ágóðans í söfnun René mun...
Útivistardagur ÍF og Össurar
Föstudaginn 26. október næstkomandi munu Íþróttasamband fatlaðra og Össur standa saman að Útivistardegi í Laugardal. Verkefnið er liður í Æskubúðum ÍF og Össurar en um er að ræða íþróttakynningar fyrir fötluð börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Heims- og Ólympíumeistarinn...
Thelma Björg vann Erlingsbikarinn
Erlingsmótið í sundi fór fram laugardaginn 13. okt. s.l. Mótið er haldið í minningu um Erling Þ. Jóhannsson sundþjálfara hjá ÍFR. Alls tóku 70 keppendur þátt í mótinu frá sjö félögum. Íslandsmet á mótinu settu:Vignir Gunnar Hauksson SB5 ÍFR 100.m...
Íslandsleikar SO í knattspyrnu i Egilshöll á laugardag
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu eru árlegt samstarfsverkefni ÍF og KSÍ og fara fram að hausti innanhúss og að vori utanhúss. Laugardaginn 20. október fer keppni fram í Egilshöll í samstarfi við Fjölni, Grafarvogi. Eyjólfur Sverrisson U21 sér um upphitun...