Fréttir

ÍF klæðist Macron fram yfir Vetrar-Paralympics 2018

Íþróttasamband fatlaðra og ítalski íþróttavöruframleiðandinn Macron hafa gert með sér tveggja ára styrktar- og samstarfssamning. Samningurinn var undirritaður síðastliðinn föstudag á blaðamannafundi til kynningar á Evrópuverkefnum sambandsins í frjálsum og sundi sem fram fara á næstunni. Macron hefur höfuðstöðvar í...

Íslandsleikar SO í knattspyrnu 30. apríl

Islandsleikar Special Olympics í knattspyrnu í samvinnu við íþróttafélagið Ösp og KSÍ verða á Þróttarvellinum, laugardaginn 30. apríl. Keppni hefst kl. 13.20. Keppt verður í tveimur riðlum og skrá þarf lið í hvorn riðil.1.       riðill       Styrkleikastig  1 (sterkustu liðin)2.       riðill       Styrkleikastig  2 Konur og karlar...

Ísland sendir fjóra keppendur á EM í frjálsum

Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Grosseto á Ítalíu dagana 10.-16. júní næstkomandi. Ísland sendir fjóra keppendur á mótið en þeir eru:  Helgi Sveinsson – Ármann - flokkur F42 Arnar Helgi Lárusson – UMFN - flokkur T53Stefanía Daney...

Ísland sendir fimm keppendur á NM í boccia

Norðurlandamót fatlaðra í boccia fer fram í Finnlandi dagana 13.-16. maí næstkomandi. Ísland sendir fimm keppendur til þátttöku í mótinu. Karl Þorsteinsson formaður boccianefndar ÍF verður fararstjóri í ferðinni.Norðurlandamótið fer fram í Pajulahti sem er ríflega 120 km. norður af...

Íslandsmót ÍF í borðtennis 23. apríl í Grindavík

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Grindavík þann 23. apríl næstkomandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem mótshluti Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra mun fara fram í Grindavík. Skráningargögn hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF en þá...

Ísland sendir fjóra keppendur á EM fatlaðra í sundi

Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi í 50m laug fer fram í Funchal í Portúgal dagana 1.-7. maí næstkomandi. Ísland sendir fjóra keppendur á mótið, tvo karla og tvær konur. Keppendur Íslands á EM í Portúgal: Jón Margeir Sverrisson, S14, Fjölnir - 200m skriðsund,...

Arna með gull í Abu Dhabi

Arna Sigríður Albertsdóttir gerði góða ferð til Abu Dahbi á dögunum þar sem hún landaði sínu fyrsta gulli í handahjólreiðum á Abu Dhabi - European Handcycling Circuit. Í tímatökunni hafnaði Arna Sigríður í 2. sæti en vann keppnina í götuhjólreiðum...

Þorsteinn lagður af stað á EM í bogfimi

Bogfimiskyttan Þorsteinn Halldórsson hélt í morgun út til Frakklands til þátttöku í Evrópumeistaramóti fatlaðra í bogfimi. Þorsteinn sem tók þátt á HM síðastliðið sumar stefnir ótrauður að því að tryggja sér farseðilinn á Paralympics í Ríó de Janeiro síðar á...

EM í sundi í beinni á Funchal2016.com

Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi fer fram dagana 1.-7. maí næstkomandi í Funchal í Portúgal og nú hefur Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) greint frá því að mótið verði allt sýnt í beinni á netinu en útsendingarnar verður hægt að nálgast á funchal2016.com Hér...

Jóhann kominn heim með þrjú brons

Skíðamaðurinn Jóhann Þór Hólmgrímsson er kominn heim frá Winter Park í Bandaríkjunum þar sem hann hefur dvalið við æfingar og keppni frá haustinu 2015. Jóhann vann í vetur til sinna fyrstu verðlauna er hann hafnaði í 3. sæti í Park...

Hilmar lét finna fyrir sér á opna austurríska

Skíðamaðurinn ungi Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings tók þátt í opna austurríska skíðamótinu á dögunum þar sem hann hafnaði í 4. sæti í svigi í fullorðinsflokki. Upphaflega stóð til að skrá Hilmar í keppni í unglingaflokki en sökum...

Hulda með tvö ný Íslandsmet í lyftingum

Íslandsmót ÍF í lyftingum fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík síðastliðinn sunnudag í lyftingaraðstöðu Massa. Lyftingadeild Massa sá um framkvæmd mótsins við öfluga og góða umgjörð. Hulda Sigurjónsdóttir frá Suðra setti tvö ný Íslandsmet í flokki þroskahamlaðra kvenna í -80kg...

Kristín setti nýtt Evrópumet í Vatnaveröld!

Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir frá Ívari á Ísafirði setti um helgina nýtt Evrópumet í flokki S16 (Downs-heilkenni) á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í 50m laug. Mótið fór fram dagana 12.-13. mars í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Kristín kom þá í bakkann á tímanum 38,42...

Tvö Íslandsmet á fyrri keppnisdegi ÍM50

Fyrri keppnisdagur Íslandsmóts ÍF í 50m laug fór fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í gær. Tvö ný Íslandsmet féllu á mótinu en þar voru Sandra Sif Gunnarsdóttir, Fjölnir, og Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, að verki.Sandra Sif setti nýtt Íslandsmet í 200m...

Akur-B Íslandsmeistari í 1. deild í boccia

Íslandsmóti ÍF í sveitakeppni í boccia er lokið en mótið fór fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ um helgina. Akur-B kom sá og sigraði í 1. deild í boccia og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum eftir æsispennandi keppni. Íslandsmótið fór fram í...

Fjögur ný Íslandsmet á ÍM 50 í Vatnaveröld

Alls fjögur ný Íslandsmet litu dagsins ljós á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 50m laug. Tvö metanna komu á laugardeginum en þar voru þær Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sonja Sigurðardóttir að verki. Næstu tvö met komu í dag og...

Íslandsmótið hafið í Reykjanesbæ

Íslandsmót ÍF í samstarfi við Íþróttafélagið Nes var sett í Reykjanesbæ í morgun. Fjölmargir iðkendur úr röðum fatlaðra eru staddir í Reykjanesbæ þessa helgina og koma þeir víðsvegar að af landinu.Um helgina verður keppt í boccia, sundi og lyftingum en...

Sumarbúðir ÍF 30 ára!

Skráning hafinHinar árlegu sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra að Laugarvatni fagna 30 ára afmæli sínu í ár! Nú er opið fyrir skráningu í búðirnar en sem fyrr verður boðið upp á tvö vikulöng námskeið. Fyrra námskeiðið er vikuna 17.-24. júní en það...

Jón Margeir íþróttakarl UMSK 2015

Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson var á dögunum útnefndur íþróttakarl ársins hjá Ungmennasambandi Kjalarnesþings (UMSK). Jón tók við nafnbótinni á ársþingi sambandsins sem fram fór í Laugardal.Nánar á heimasíðu UMSK

Aðferðir við val keppenda fyrir Paralympics 2016

Aðferðir við val keppenda fyrir þátttöku á Paralympics í Ríó de Janerio 2016 fer fram á eftirfarandi hátt.1.Stjórn Íþróttasambands fatlaðra og Ólympíuráð ÍF sér um val keppenda vegna Paralympics í Ríó árið 2016. Það er hlutverk Ólympíuráðs ÍF að skipuleggja,...