Allir með leikarnir 8. nóvember í Laugardalshöll


Allir með leikarnir fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 8. nóvember næstkomandi. Hér er á ferðinni sannkölluð íþróttaveisla fyrir börn á grunnskólaaldri með það að markmiði að fjölga tækifærum barna til íþróttaiðkunar. Skráning á leikana er í fullum gangi. 


Leikarnir eru hluti af verkefninu Allir með sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir börn með fatlanir í íþróttum. Markmið með leikunum er að kynna íþróttir fyrir þessum hópi og um leið að gera verkefnið sýnilegra í samfélaginu.

Sóli og Sóla lukkudýr Allir með leikana mæta á svæðið.
Allir þátttakendur fá þátttökuverðlaun merkt leikunum og boðið verður upp á Dominos pitsuveislu í hádeginu.

Öll fjölskyldan er velkomin með.
Leikarnir eru samstarfsverkefni og þeir aðilar sem koma að framkvæmd þess eru: ÍSÍ, UMFÍ, KSÍ, HSÍ, FSÍ, FRÍ og ÍF.

Skráning er hér