22. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fer fram í Laugardalshöll þann 26. apríl næstkomandi. Þegar hafa fyrsta og önnur boðun verið sendar út til aðildarfélaga og héraðssambanda.
Upplýsingum um fulltrúafjölda hvers sambandsaðila, gistingu þingfulltrúa og tillögum fyrir þing ber að skila til skrifstofu ÍF fyrir 15. mars n.k. á if@ifsport.is
Þinggögn má nálgast hér á heimasíðu ÍF og eru fleiri gögn væntanleg þarna inn er nær dregur þingi