Íslandsmót ÍF í einliðaleik í boccia stendur nú yfir í Laugardalshöll í Reykjavík. Mótið var sett í morgun og verður keppt fram eftir sunnudegi. Að móti loknu verður svo glæsilegt lokahóf í Gullhömrum í Grafarvogi.
Jóhann Arnarson varaformaður ÍF setti mótið í dag en mótshaldari er Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík í tilefni af 50 ára afmæli félagsins en ÍFR er elsta íþróttafélag fatlaðra á Íslandi.
Keppt verður í deildum í Laugardalshöll í dag en svo er keppt til úrslita á morgun. Nánar um keppnisdagskrá mótsins má sjá hér.
Myndir/JBÓ