Líf og fjör á Íslandsleikum Special Olympics


Dagana 23 og 24 júní fóru fram fyrstu Íslandsleikar Special Olympics á Íslandi í keilu. Fjölmargir keppendur mættu til leiks í Egilshöll, flestir frá skautadeild Aspar en einnig voru keppendur frá ÍR og ÍA. 

Fulltrúar LETR á Íslandi afhentu verðlaun, þeir Daði Þorkelsson og Guðmundur Sigurðsson, rannsóknarlögreglumenn en þeir veittu einnig verðlaun á skautamóti Aspar sem fram fór á sama tíma.

Þann 21. júní fóru fram Íslandsleikar Special Olympics í nútímafimleikum í íþróttahúsinu Digranesi en nútímafimleikar eru ennþá aðeins í boði hjá íþróttafélaginu Ösp. Glæsilegur hópur mætti þar til leiks.

Á Íslandsleikum Special Olympics er þátttakan aðalaatriðið þó alltaf sé barist um gullverðlaunin.

4 íslenskir keppendur í keilu og 2 keppendur í nútímafimleikum fara á heimsleika Special Olympics í Berlín í júní og þessir leikar voru góður undirbúningur fyrir þá keppni.