Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum utanhúss fer fram laugardaginn 20. maí og sunnudaginn 21. maí næstkomandi í Kaplakrika í Hafnarfirði. Skráningargögn hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF. Ef einhvern vanhagar um skráningargögn eða upplýsingar um mótið er hægt að hafa samband við skrifstofu á if@ifsport.is
Skráning keppenda fer fram í mótaforriti frí http://mot.fri.is/MotFRI/ sem setur þær inn í mótaforritið Þór, sem þið finnið á heimasíðu FRÍ. Skráningarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 16. maí.
Skorað er á forráðamenn félaga að virða skráningarfrest.
Takist ekki að skrá í gegnum mótaforritið má senda skráningarskjal á egill_thor@hotmail.com
Keppnistímar og tímaseðill
Keppni fer fram laugardaginn 20. maí frá kl. 12:00 til 16:00
Tímaseðil er að finna í mótaforritinu á slóðinni http://mot.fri.is/MotFRI/ mótshaldari áskilur sér rétt til breytinga að teknu tilliti til skráninga. Endanlegur tímaseðill verður birtur fimmtudag fyrir mót.
Frekari upplýsingar veita Egill Þór Valgeirsson 847-0526 og Melkorka Rán Hafliðadóttir 698-3436