Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss 11. mars


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 11. mars næstkomandi. Tengiliður ÍF vegna framkvæmdar á keppni fatlaðra er Egill Þór Valgeirsson, formaður frjálsíþróttanefndar ÍF s: 847-0526


Skráningu keppenda skal senda til Egils formanns frjálsíþróttanefnda ÍF egill_thor@hotmail.com sem setur þær inn í mótaforritið Þór á heimasíðu FRÍ. Skráningu skal senda eigi síðar en á miðnætti miðvikudaginn 8. mars.
Þá sem vantar skráningargögn geta sett sig í samband við if@ifsport.is