Sjö fulltrúar Íslands á NM í Noregi


Norðurlandamótið í sundi í 25m laug fer fram í Bergen í Noregi dagana 8.-13. desember næstkomandi en íslenski hópurinn hélt út í nótt. Mótahaldið er sameiginlegt líkt og á Íslandsmóti ÍF og SSÍ en alls sjö fulltrúar frá Íslandi keppa í mótshluta fatlaðra. Sundfólkið er eftirfarandi:


Sonja Sigurðardóttir - ÍFR
Thelma Björg Björnsdóttir - ÍFR
Anna Rósa Þrastardóttir - Fjörður
Róbert Ísak Jónsson - Fjörður/SH
Þórey Ísafold Magnúsdóttir - KR
Emelía Ýr Gunnarsdóttir - Fjörður
Herdís Rut Guðbjartsdóttir - Fjörður


Ragnar Friðbjarnarson landsliðsþjálfari verður við stjórnartaumana en honum til aðstoðar verða Ragnheiður Runólfsdóttir og Marinó Ingi Adolfsson.


Mynd/ Íþróttakona ársins 2022 Thelma Björg Björnsdóttir er á meðal keppenda á NM í Noregi