ÍM 25 hefst í Ásvallalaug í dag


Íslands- og Unglingameistaramótið í 25m laug hefst í dag föstudaginn 18. nóvember. Mótið fer fram í Ásvallalaug, Hafnarfirði, og lýkur á sunnudag 20. nóvember. Undanrásir hefjast kl 9:30 alla morgna og úrslitin hefjast kl 16:30.


Mótið er haldið í samstarfi við Sundsamband Íslands en Sundfélag Hafnarfjarðar sér um framkvæmd mótsins. Alls eru 172 keppendur skráðir á mótið.
 

Mótið er með nýju sniði í ár þar sem krýndir verða unglingameistarar samhliða Íslandsmeistara í opnum flokki.
 

Eins og sjá má þá verður mikið um að vera í Ásvallalaug um helgina.
 

Hægt er að fylgjast með úrslitum hér: https://live.swimrankings.net/35072/
 

Einnig verður streymi alla helgina hér :
https://www.youtube.com/sundsambandid

Hér má nálgast keppendalista mótsins:
http://www.sundsamband.is/library/Sundithrottir/Sundmot/2022/iM25/IM25%20keppendalisti.pdf