Íslandsmót ÍF í boccia einstaklingskeppni fór fram um helgina á Akureyri en það var Lionsklúbburinn Hængur sem hafði umsjón með mótinu í samstarfi við ÍF. Keppni var hörð og allir voru glaðir að fá loks að mæta á Íslandsmót í boccia og hið vinsæla lokahóf.
Urslit mótsins og verðlaunahafa í rennuflokki, BC 1 - 4 og 1. og 2 deild má sjá á meðfylgjandi myndum.
Mótið var tengt við Hængsmótið sem félagar Lionsklúbbsins Hængs á Akureyri skipuleggja ár hvert og á næsta ári eru liðin 40 ár frá því fyrsta mótið var haldið. Ótrúleg saga að baki og félagsmenn láta allt til hliðar þá helgi sem Hængsmótið fer fram, þar er skyldumæting og allir mæta með bros á vör. Slíkir liðsmenn eru hverju samfélagi gríðarlega mikilvægir .
Lionshreyfingin hefur í áratugi staðið vel að baki starfi ÍF og aðildarfélaga ÍF ,
Íþróttasamband fatlaðra þakkar félögum Lionsklúbbsins Hængs fyrir einstakt samstarf og framkvæmd glæsilegs Íslandsmót í boccia.