Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið í Laugardalslaug í Reykjavík dagana 8-10. apríl næstkomandi. Líkt og hin síðari ár er um sameiginlegt mótahald Sundsambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra að ræða.
Iðkendur aðildarfélaga ÍF munu synda með keppendum SSÍ í riðlum. Keppendur ÍF eru á öðrum lágmörkum en keppendur SSÍ en verða engu að síður raðað í riðla eftir skráðum tíma. Keppt verður eftir reglugerð SSÍ.
Lágmörk inn á Íslandsmót má finna hér
Mótið verður í beinni útsendingu alla helgina á Youtube-rás Sundsambandsins