HEIMSLEIKAR SPECIAL OLYMPICS 2023 Í KAZAN FALLA NIÐUR
Yfirlýsing frá Special Olympics International vegna vetrarheimsleika Special Olympics í KAZAN, Rússlandi 2023 en þar kemur fram að ákvörðun hefur verið tekin um að leikarnir falli niður. Heimsleikar SOI eru haldnir á 4 ára fresti, sumar og vetrarleikar. Gert var ráð fyrir keppendum frá 190 löndum og 6 íslenskir keppendur í listhlaupi á skautum hafa æft af kappi fyrir leikana. Á myndinni er hópurinn ásamt Guðmundi Sigurðssyni, fulltrúa LETR á Íslandi
Auk keppnisprógramms hafði verið skipulagt vinabæjarprógramm en það byggir á því að keppendur fái tækifæri til að kynnast íbúum og sögu landsins sem heldur heimsleika SOI. Þessir leikar áttu að vera í janúar 2022 í Svíþjóð en eftir að Svíar stigu út úr verkefninu af fjárhagsástæðum tók Special Olympics í Rússlandi við keflinu. Vegna Covid 29 var leikunum frestað frá 2022 til 2023 og því er áralangt undirbúningsferli að baki. Hér er um fordæmalausa ákvörðun að ræða í sögu Special Olympics samtakanna.
,,For more than a half century, Special Olympics athletes, volunteers, families, and colleagues have been a nonpolitical, non-partisan force for the dignity, joy, and inclusion of people with intellectual disabilities around the world. In that spirit, our movement has been brought to life in communities in more than 190 countries. Our philosophy has been simple: we want to work with countries, cities, villages, communities, schools, and clubs around the world that want to join our movement to improve respect, opportunity, and voice for people with intellectual disabilities and their friends and families. Our only limitation is our capacity to protect the effectiveness and independence of our organization and the safety of our athletes and community."
Sjá heildaryfirlýsingu https://bit.ly/3pziqKq