Eftir langa bið komu félagar aðildarfélaga ÍF loksins saman um helgina á bocciamóti. Það hefur verið stefnt að Íslandsmóti í boccia á Selfossi frá 2019 en mótinu hefur verið frestað aftur og aftur. Fyrirhugað var að halda mótið núna um helgina en taka varð ákvörðun áður en Covidreglur voru rýmkaðar og því hafði Íslandsmótinu verið aflýst líka 2021. Niðurstaða varð sú að félagamót fóru fram á Akureyri, Selfossi og Ísafirði og allir voru himinlifandi með að mæta til leiks.
Þetta hefur verið langt ferli, undirbúningsfundir hafa verið oftar en einu sinni á Selfossi og þar hefur Ófeigur Leifsson, bocciaþjálfari og skipuleggjandi fyrirhugaðs Íslandsmóts haft nóg að gera. Búið var að afbóka gistingu og of seint að breyta þegar Covid reglur voru rýmkaðar en aðildarfélög ÍF höfðu tekið þátt í þeirri ákvörðun að aflýsa mótinu og taka enga áhættu. Það þurfti því að bregðast hratt við þegar reglur voru rýmkaðar og niðurstaða varð sú að þrátt fyrir að ekki yrði hægt að halda Íslandsmótið, þá yrði keppni sett á fyrir iðkendur. Ákveðið var að Íslandsmótshelgina skyldi vera sett á mót á vegum félaganna. Undanfarin ár hafa Norðlendingar haldið sérstakt norðurlandsmót og niðurstaða varð sú að sett var á fót um helgina norðurlandsmót í samstarfi Akurs og Lionsklúbbsins Hængs. Á Selfossi var sett upp fyrsta suðurlandsmótið sem stýrt var af Ófeigi Leifssyni og félagsmönnum Suðra auk boccianefndar ÍF en þar mættu iðkendur frá Suðvesturhorninu og Suðurlandi. Auk þess settu Vestfirðingar upp fyrirtækjamót í boccia sem er árlegt mót á vegum íþróttafélagsins Ívars. Iðkendur þar gátu valið um að sækja hin mótin en ákveðið var að setja upp sérmót fyrir vestan
Það var þvi mikið um að vera á landinu um helgina hjá bocciaspilurum og fjölmargir sem komu að aðstoð og dómgæslu við mótin. Allir voru himinlifandi að fá að hittast og spila loks boccia við félaga og vini