Inclusive sports for children with developmental disabilities. ÚTILOKUM EKKI BÖRN FRÁ ÍÞRÓTTUM


Fyrsta verkhluta er lokið og annar verkhluti tekinn við í Evrópuverkefninu; Inclusive sports for children with developmental disabilities. Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi leiða verkefnið á Íslandi en hlutverk Íslands er fyrst og fremst stjórnun og ráðgjöf. Verkefnið hefur þó einnig verið teygt til grasrótarinnar og styrkur veittur til tveggja verkefna. Annars vegar til starfsemi Special Olympics hóps, körfuboltadeildar Hauka í Hafnarfirði sem hefur verið að þróast undanfarin ár og hins vegar í nýtt verkefni í Reykjanesbæ. Þar voru settar á fót æfingar fyrir börn með stuðningsþarfir í samstarfi við ungmenna og íþróttafélag Keflavíkur og UMFN. Það var sögulegur viðburður þegar Keflavík og Njarðvík lögðu saman krafta sína í þetta verkefni sem innifelur æfingar sem byggja á knattspyrnu og körfubolta auk þess sem ýmsu er fléttað þar inn.  

Verkefnastjórar sem hófu þetta samstarfsverkefni og eru tengiliðir við ÍF eru Hjördís Baldursdóttir hjá Keflavík og Hámundur Örn Helgason hjá UMFN. Verkefnin í Hafnarfirði og Reykjanesbæ eru þýðingarmikil fyrir börnin og aðstandendur þeirra.  Aðildarfélög ÍF hafa byggt upp starf víða um land en erfitt hefur reynst að ná til barna og félögin eru misjafnlega í stakk búin til að bjóða upp á þær greinar sem börnin hafa ánuga á.  Það sýnir sig með þessum verkefnum að margir sækja í sérrúræði, séu þau til staðar t.d. í boltagreinum.  Þegar rætt er við aðstandendur barna með fötlun eða einhverskonar stuðningsþarfir, virðist ljóst að mörg börn sækja ekki íþróttaæfingar eða hætta vegna skorts á aðstoð eða sérrúrræðum. Það finnst þó undantekning frá reglunni þar sem allt gengur vel en þar er án undantekninga þjálfari í lykilhlutverki. Þjálfari sem hefur náð að aðlaga aðstæður eða hefur fengið þá fengið þá aðstoð sem þörf er á til að iðkandi sé virkur í hópnum. Þetta er verkefni sem öll íþróttahreyfingin þarf að taka á í sameiningu, engin börn eiga að vera útilokuð frá íþróttum.

Evrópuverkefnið byggir að hluta á því að efla samstarf þjálfara í Evrópulöndum og útbúa fræðsluefni sem nýtist við þjálfun í margbreytilegum hópi. Kristinn Jónasson, körfuboltaþjálfari hjá Haukum hefur verið einn af samstarfsþjálfurum vegna verkefnisins og tekið þátt í að meta fræðsluefni sem verið er að vinna að. Hann mun verða með innlegg á sameiginlegri þjálfararáðstefnu landanna í nóvember og stýra samstarfi Íslands hvað varðar þjálfarafræðslu. Kristinn mun einnig taka að sér verkefni á landsvísu sem byggir á því markmiði að ná til fleiri körfuboltaþjálfara og fá þá til liðs við ÍF og Special Olympics á Íslandi við að koma á samstarfi við fleiri félög og setja upp tilboð eins og er í dag hjá körfuboltadeild Hauka í Hafnarfirði. 

The Project is a part of Transfer knowledge Component in the Project; Inclusive sports for children with developmental disabilities
 
Second period of EEA Project Inclusive sports for children with developmental disabilities is now in process. Iceland has expert´s role in this project but as well there has been focus on grassroots project, in cooperation with selected clubs & coaches. It is important to make awareness of inclusion in sport and point out the situation, where children are left behind, not meeting up in sport or staying at home rather to take the first step to training session. Key role of changing such situation are the coaches and coach education has to be updated as is one of the topics of this EEA project.