Íslandsmót ÍF í boccia, einstaklings og sveitakeppni fer fram á Selfossi, 22. - 24. október 2021. Mótið er samstarfsverkefni ÍF og íþróttafélagsins Suðra á Selfossi. Íslandsmótið í sveitakeppni sem átti að fara fram í apríl hefur verið fært til haustsins
Sveitakeppni fer fram á föstudeginum og hefst kl. 0900.
Einstaklingskeppni fer fram laugardegi og sunnudegi og mótinu lýkur með lokahófi á Hótel Selfossi .
Ofeigur Ágúst Leifsson er verkefnastjóri mótsins f. h. Suðra og hann mun senda aðildarfélögum ÍF, nánari upplýsingar.
Það verður án efa mikið fjör á Selfossi í haust og bocciaiðkendur geta farið að hlakka til lokahófsins sem er hápunkturinn!