Íslandsmót SSÍ og ÍF í 50m laug fór fram um síðustu helgi í Laugardalslaug en þar bar helst til tíðinda að sundmaðurinn Már Gunnarsson frá ÍRB setti nýtt og glæsilegt heimsmet í 200m baksundi S11 (blindir). Metið hafði staðið frá Paralympics í Barcelona 1992. Til hamingju með frábæran árangur Már!
Við mótið féllu einnig nokkur Íslandsmet þar sem Már og Hafnfirðingurinn Róbert Ísak Jónsson fóru fremstir í flokki. Róbert sem keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir) synti sig inn í úrslit í öllum sínum greinum. Með heimsmeti helgarinnar var Már með alls fjögur ný Íslandsmet en þau féllu í 200m baksundi, 50m baksundi og 100m skriðsundi. Róbert Ísak bætti Íslandsmetið í 100m flugsundi.
Íslandsmetin á mótinu:
Már Gunnarsson S11 200 baksund 2:33,76 23/04/21
Róbert Ísak Jónsson S14 100 flugsund 0:58,54 23/04/21
Már Gunnarsson S11 200 baksund 2:32,31 23/04/21*HM
Már Gunnarsson S11 50 baksund 0:32,83 24/04/21
Már Gunnarsson S11 100 skriðsund 1:02,96 24/04/21
Myndband: Heimsmetasundið hjá Má
Um heimsmet: Þegar heimsmet eru sett á mótum sem hafa keppnisleyfi frá IPC (International Paralympic Committee) þá fer umsóknarferli í gang. Íþróttasamband fatlaðra hefur þegar skilað inn öllum nauðsynlegum gögnum og þá var m.a. einnig framkvæmt lyfjapróf sem er skylda að fari fram við bætingu á heimsmeti. Beðið er eftir úrvinnslu gagna svo hægt sé að staðfesta heimsmetið með formlegum hætti.
Fréttir af heimsmeti Más í Laugardalslaug
Mbl.is: Már setti heimsmet í Laugardalnum
Mbl.is: Æðislegt að kljúfa múr sem enginn annar hefur klofið
RÚV sjónvarpsfréttir: Már bætti tæplega 30 ára gamalt heimsmet
Vísir.is: Már Gunnarsson setti heimsmet
Fréttablaðið: Már synti undir gildandi heimsmeti
Fréttablaðið: Már er í sínu besta líkamlega formi á ferlinum
Víkurfréttir: Már setti heimsmet
Víkurfréttir: Hef verið í bandi við laugina síðan ég man eftir mér (ítarlegt viðtal við Má í vefútgáfu Víkurfrétta)
Mynd með frétt/ Frá vinstri eru Davíð Hildiberg Aðalsteinsson tæknilegur þjálfari Más, Már Gunnarsson heimsmethafi og faðir hans og „bankari“ (e. tapper) Gunnar Már Másson.