Íþróttasamband fatlaðra mun senda fimm fulltrúa á Evrópumeistaramót IPC í frjálsum íþróttum þann 1.-5. júní næstkomandi.
Mótið fer fram í Póllandi. Um er að ræða öflugan og glæsilegan hóp sem keppir fyrir Íslands hönd ytra.
Fulltrúar Íslands á EM IPC í frjálsum í Póllandi 2021:
Patrekur Andrés Axelsson, FH
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH
Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Ármann
Hulda Sigurjónsdóttir, Ármann
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik
Nánar er hægt að fræðast um mótið hér, á síðu IPC um verkefnið: https://www.paralympic.org/bydgoszcz-2021
Mynd/ Jón Björn - Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir er einn fimm fulltrúa Íslands á EM í Póllandi þetta sumarið.