Uppfært regluverk ÍF vegna æfinga í boccia hafa tekið gildi í dag og verða í gildi til 17. febrúar 2021. Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna, innan- og utandyra, með og án snertingar, eru heimilar. Hámarksfjöldi á æfingum og keppnum skal vera 50 manns.
Í skjalinu má sjá tillögur boccianefndar ÍF um framkvæmdir æfinga sem og keppni. Reglur um framkvæmdir á keppnum í boccia á vegum ÍF verða útfærðar síðar.