Nýársmóti barna og unglinga frestað


Venju samkvæmt hefur Nýársmót barna og unglinga í sundi farið fram fyrstu helgi hvers árs á vegum Íþróttasambands fatlaðra. Árið 2021 stóð til að mótið færi fram þann 9. janúar næstkomandi. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 er ljóst að ekki verður hægt að halda mótið svo snemma árs 2021.


Af þessum sökum hefur mótinu verið frestað en stefnt er að því að halda Nýársmótið sumardaginn fyrsta sem er fimmtudaginn 22. apríl. Nánari upplýsingar verða sendar um mótahaldið eins fljótt og auðið er.


ÍF óskar þess að allir hafi átt góðar stundir yfir hátíðarnar og sendir aðildarfélögum sínum óskir um heillaríkt nýtt ár.