Már á meðal framúrskarandi ungra Íslendinga


Sund- og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson var nýverið valinn í topp tíu manna hóp ungra og framúrskarandi Íslendinga. Verðlaunin eru veitt af JCI á Íslandi og hafa þau verið afhent frá árinu 2002. Verðlaunin eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni og til ungs fólks sem kemur itl með að hafa áhrif í framtíðinni.


Már er tilnefndur í flokknum „einstaklingssigrar og/eða afrek. Stjórn og starfsfólk óskar Má innilega til hamingju með útnefninguna en hann er svo sannarlega vel að henni kominn.


Már eins og svo margir aðrir afreksíþróttamenn hefur ekki farið varhluta af COVID-19 þetta árið en hann heldur ótrauður áfram í undirbúningi sínum fyrir stærsta sviðið sem eru Paralympics í Tokyo 2021.


Nánar um topp tíu listann hér