Íslandsmóti ÍF í lyftingum frestað


Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í lyftingum sem fara átti fram á Selfossi þann 3. október næstkomandi hefur verið frestað sökum aðstæðna. Er mótið eitt fjömargra verkefna í íþróttahreyfingunni sem hefur verið slegið á frest vegna COVID-19 og verður að bíða betri tíma.


Íþróttafélagið Suðri á Selfossi og Kraft höfðu veg og vanda að undirbúningi verkefnisins í samráði við ÍF og varð þetta niðurstaðan að slá mótinu á frest. Aðildarfélög ÍF verða látin vita eins fljótt og auðið er hvort og þá hvenær mótið geti farið fram.


Þá var Fjarðarmótinu í sundi sem fara átti fram 26. september síðastliðinn einnig frestað og er beðið nýrrar dagsetningar á verkefninu frá Firði.


Íþróttasamband fatlaðra hvetur aðildarfélög sín til þess að kynna sér ítarlega sóttvarnarreglur í íþróttum sem eru í boði hjá sérsamböndunum en sóttvarnarreglur í boccia má nálgast á heimasíðu ÍF.