Íslandsmót ÍF í lyftingum fer fram á Selfossi laugardaginn 3. október.
Keppni fer fram í húsi Crossfir Selfoss, Eyrarvegi 33 þar sem íþróttafélagið Suðri hefur aðstöðu til lyftingaæfinga.
Umsjón mótsins í samstarfi við ÍF hafa íþróttafélagið Suðri og KRAFT, (Kraftlyftingasamband Íslands)
Vigtun verður kl.10.00 - 11.00 og keppni hefst kl. 12.00
Skráningarblöð verða send til aðildarfélaga ÍF í dag
ÍF þurfti því miður að aflýsa Íslandsmóti ÍF í boccia sem átti að vera sömu helgi á Selfossi. Sú ákvörðun var tekin eftir að mat var lagt á alla þætti í samráði við aðildarfélög ÍF. Ekki hefði verið hægt að halda lokahóf, samskipti hefðu verið lítil á milli félaga og erfitt hefði verið að fylgja eftir reglum um samskipti utan keppnisstaða. Allir höfðu lagst á eitt á Selfossi að gera mótið mögulegt, jafnt á keppnisstöðum, hótelinu sem öðrum gististöðum en þetta varð niðurstaðan að vel hugsuðu máli.
Upplýsingar um Íslandsmót ÍF í borðtennis verða sendar næstu daga.