Jakob Ingimundarson er mikil fyrirmynd í golfhópi GSFÍ en hann hlaut hvatningarverðlaun GSFÍ 2020 á minningarmóti Harðar Barðdal 25. júní. Hann hefur að sögn Olafs Ragnarssonar fornanns GSFÍ ekki misst úr eina æfingu og það skilaði sér þegar hann sýndi afrakstur æfinga og sigraði á mótinu. Í ōðru sæti var Sigurður Guðmundsson og í þriðja sæti Elin Fanney Olafsdóttir. Aðrir stóðu sig einnig vel og sýndu góða takta. Golfæfingar hafa verið vikulega í umsjón GSFÍ í samstarfi við golfklúbbinn Keili Hafnarfirði. Minningarmót Harðar Barðdal er haldið árlega en Hōrður var frumkvöðull sem vildi að allir fengju tækifæri til að æfa og keppa í golfíþróttinni og vann markvisst að því.
Föstudagur. 26 júní 2020