Þá er komið að því sem margir hafa beðið eftir - nýjar upplýsingar varðandi sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra á Laugarvatni sumarið 2020. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá viðbragðsteymi sóttvarnarlæknis er okkur óhætt að starfrækja sumarbúðirnar.
Boðið verður upp á tvö vikunámskeið. Það fyrra vikuna 03. - 10. júlí og það síðara 10.-17 júlí. Þessar dagsetningar eru háðar því að ekki komi bakslag í afléttingu hafta. Verð fyrir vikudvöl er kr. 94.000 og fyrir tvær vikur kr. 180.000
Hér fyrir neðan er að finna nýtt umsóknareyðublað. Athugið að fyrri umsókn er ekki gild og því þurfa allir áhugasamir að fylla út nýja umsókn.
Umsóknarfrestur er til 1. júní.
Eins og flestir vita hefur verið í gildi svokölluð 2 metra regla. Eftir 25. maí mun þessi regla ekki vera algild en þó vera í gildi fyrir þá sem þess óska. Þar sem erfitt getur reynst að tryggja 2 metra regluna í sumarbúðum langar okkur að biðja þá sem ekki geta hugsað sér að vera án hennar að sækja ekki um dvöl í sumar.
Hlökkum til að sjá ykkur á Laugarvatni í sumar.
Kær kveðja, starfsfólk Sumarbúða ÍF
Umsóknareyðublað