Þrjú ár frá heimsmeti Helga


Þann 6. maí 2017 setti Helgi Sveinsson nýtt heimsmet í spjótkasti sem stendur enn! Helgi kastaði þá 59,77 metra á opna ítalska meistaramótinu í frjálsum en þá var hann keppandi í flokki F42.


Síðar meir var breyting á flokkakerfi Helga sem keppir í dag í flokki F63 og metið færiðst með í þann flokk og stendur enn. Í dag á Helgi sjöunda lengsta kast fatlaðs afreksmanns í spjótkasti en alls eru 26 flokkar sem keppa og fá skráð heimsmet í spjótkasti.


Meðfylgjandi mynd var tekin á Ítalíu þann 6. maí eftir að Helgi setti metið.