Hið árlega Gullmót KR í sundi fór fram á dögunum. Nokkrir afrekssundmenn úr röðum fatlaðra kepptu á mótinu en þar settu þeir Róbert Ísak Jónsson Fjörður/SH og Már Gunnarsson ÍRB báðir ný Íslandsmet.
Róbert setti nýtt Íslandsmet í 50m flugsundi á mótinu þegar hann kom í bakkann á 26,82 sek. en Róbert keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir). Már setti svo nýtt met í 200m baksundi í flokki S11 (blindir) þegar hann náði tímanum 2:37,02 mín.
Úrslit Gullmótsins má nálgast hér
Mynd/ Róbert Ísak Jónsson bætti nýverið Íslandsmetið í 50m flugsundi í flokki S14