Nord-HIF og ESB – „All in“ verkefnið


Samstarf Norðurlandanna á svið íþrótta hefur um áratuga skeið verið mjög náið og leitt margt gott af sér, jafnt í íþróttunum sjálfum sem og í ýmsum félagslegum og fjárhagslegum viðfangsefnum. Tugþúsundir íþróttafólks á Norðurlöndunum eiga ógleymanlegar endurminningar sem byggjast á íþróttasamskiptum og vináttutengslum sem af þeim hafa leitt


Þegar íþróttastarfi fatlaðra á Norðurlöndum fór að vaxa fiskur um hrygg eftir 1960 kom það eins og af sjálfu sér að samskipti frændþjóðanna jukust á því sviði. Í Svíþjóð, Noregi og Danmörku voru menn nokkuð á undan öðrum en fljótlega bættust Finnar, Íslendingar og Færeyingar í hópinn.

Í fyrstu var um að ræða samstarf nefnda frá hverju landi sem hittust árlega til að finna samstarfinu grundvöll en árið 1976 var Íþróttasaband fatlaðra á Norðurlöndum, Nord-HIF (Nordiska Handicapidrottsforbundet). Stjórn Nord-HIF er skipuð formönnum íþróttasambands fatlaðra í hverju landi og fer hvert land með formennsku þrjú ár í senn ásamt því að reka skrifstofu samtakanna og koma fram fyrir þeirra hönd á alþjóðavettvangi.

Eitt þeirra verkefna sem Nord-HIF hefur unnið að er „All-in“ verkefnið sem fól í sér gagngera endurskoðun á starfsemi og starfsháttum samtakanna. Verkefnið, sem spannaði tveggja ára tímabil, var styrkt af ESB og var unnið undir handleiðslu sérfræðinga frá SPIN sem sérhæfa sig í verkefnastjórnun.

Meðal verkefna sem unnið hefur verið að voru endurskoðun á lögum og reglum sambandsins, útgáfa handbókar um verksvið og verkferla, íþrótta- og æfingabúðir ungmenna, æfingahandbók, flokkunarmál og ráðstefnur þeim tengdum. Einnig verkefni tengd nýliðun, myndbönd þar sem „sendiherrar“ hvers lands kynntu sig og sína íþrótt. Sjá myndböndin.

Í þessu ferli hafði hvert land yfirumsjón með ákveðnum málaflokki og sýndi verefnið fram á hversu náin og góð samvinna er meðal Norðurlandaþjóðanna á sviðum er tengjast íþróttum fatlaðra.