Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings vann í dag til sinna annarra gullverðlauna í Jasná í Slóvaíku þar sem hluti Evrópumótaraðar IPC fer nú fram. Hilmar hefur nú lokið þremur keppnisdögum af fjórum með ein gullverðlaun og ein silfurverðlaun í stórsvigi og gull í svigkeppni dagsins í dag. Á morgun lýkur hann keppni þegar seinni svigdagurinn fer fram.
Í keppni dagsins var Hilmar fyrstur eftir fyrstu ferð á 54,56 sek. og þá var hann einnig með besta tímann í annarri ferðinni með 51,86 sek. og heildartíma upp á 1:46,42 mín. Glæsilegur sigur hjá Hilmari en næsti maður á eftir honum var Ítalinni Davide Bendotti sem var tæpum fjórum sekúndum á eftir Hilmari.
Hilmar er um þessar mundir efstur á stigalista Evrópumótaraðarinnar í svigi í standandi flokki sem og í stórsvigi en úrslitin munu ráðast endanlega í lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Zagreb í lok febrúarmánaðar.
Myndir/ Einar Bjarnason