Skíðamaðurinn Hilmar Snær Övarsson, Víkingur, er staddur í St. Moritz á EC-mótaröð IPC um þessar mundir en í dag hafnaði hann í 8. sæti í stórsvigi. Hilmar er á meðal fremstu svigmanna í standandi flokki fatlaðra í heiminum en er óðar að sækja í sig veðrið í stórsvigi.
Hilmar var 55,13 sek. niður í fyrri ferð en 56,25 sek. í síðari ferðinni með heildartíma upp á 1:51.38 mín. Sigurvegari stórsvigskeppninnar í dag var Frakkinn Arthur Bauchet á tímanum 1:26,56 mín. Ljóst er að með árangri dagsins bætir Hilmar punktastöðu sína á heimslista IPC umtalsvert.
Alls var 21 keppandi skráður til leiks og af þeim voru sex skíðamenn sem ekki náðu að ljúka keppni. Næstu tvo daga taka við svig- og stórsvigskeppnir hjá Hilmari og munum við færa frekari tíðindi af kappanum á næstu dögum.