Frjálsíþróttamaðurinn Emil Steinar Björnsson, Ármann, setti um helgina nýtt og glæsilegt met í kúluvarpi í flokki F20 (þroskahamlaðir) þegar hann varpaði kúlunni 8,75 metra!
Emil var þá við keppni á Aðventumóti Ármanns og átti sjálfur bestan árangur upp á 8,21 meter. Íslandsmetið sem var í eigu Kristófers Fannars Sigmarssonar upp á 8,51 meter var því bætt myndarlega á Aðventumótinu. Til hamingju Emil!
Mynd úr safni/ Emil í kúluvarpskeppni í Kaplakrika fyrr á þessu ári.